Undirritun samstarfssamnings við Hestamannafélagið Loga

680_PA270028Sveitarfélagið Bláskógabyggð gerði samstarfssamning við Hestamannafélagið Loga þann 27. október 2008. Samningi þessum er ætlað að efla samstarf milli sveitarfélagsins og Loga og tryggja öflugt íþrótta, tómstunda- og æskulýðsstarf fyrir börn og unglinga í sveitarfélaginu. Samningnum er ætlað að tryggja enn frekar starfsemi Loga, enda er sveitarfélagið þeirrar skoðunar að Logi sinni öflugu og viðurkenndu forvarnarstarfi.
Frá undirritun samstarfssamningsins við Hestamannafélagið Loga  en á myndinni eru Guðrún Magnúsdóttir formaður Hestamannafélagsins Loga, Sigurlína Kristinsdóttir ritari Hestamannafélagsins Loga, Margeir Ingólfsson oddviti Bláskógabyggðar og Valtýr Valtýsson sveitarstjóri Bláskógabyggðar.