Undirritun um þjóðarsáttmála um læsi

Undirritun þjóðarsáttmála um læsi fór fram á Stokkseyri þriðjudaginn 15. september sl. Helgi Kjartansson, oddviti, skrifaði undir sáttmálann fyrir hönd Bláskógabyggðar, Illugi Gunnarsson fyrir hönd mennta- og menningarmálaráðuneytis og Inga Dóra Ragnarsdóttir fyrir hönd Heimilis og skóla. Árborg, Hveragerðisbær, Flóahreppur, Sveitarfélagið Ölfus og Grímsnes- og Grafningshreppur skrifuðu einnig undir sáttmálann við sama tilefni. Mennta- og menningarmálaráðherra kom víða við í erindi sínu og ræddi um stefnu sína sem fram kemur í Hvítbók um umbætur í menntun. Ákveðið hefur verið að ráðaneytið og Menntamálastofnun beini kröftum sínum að því að auka lestrarfærni og læsi ungs fólks á Íslandi. Sveitarfélögin munu í samstarfi við menntamálayfirvöld vinni að því að a.m.k. 90% nemenda geti lesið sér til gagns árið 2018. Þessa má til gamans geta að þegar meðaltal síðustu fimm ára í lessskilningshluta samrænda prófa í 10 bekk í íslensku í Bláskógabyggð eru gerðar sambærilegar við niðurstöður PISA frá 2012 ná 92% nemenda þessu markmiði. Bláskógabyggð er eitt fjögurra sveitarfélaga á landinu sem er yfir 90%. Hægt er að nálgast upplýsingar um þjóðarsáttmálann á vef Menntamálaráðaneytisins á slóðinni:  http://www.menntamalaraduneyti.is/gottadlesa