Ungmennaráð fundar með sveitarstjórn
Á fund sveitarstjórnar Bláskógabyggðar sem haldinn var 21. mars komu fulltrúar úr ungmennaráði Bláskógabyggðar, ásamt Ragnheiði Hilmarsdóttur, starfsmanni ungmennaráðs. Rætt var um fyrirhugað málþing sem ungmennaráð í Uppsveitum hyggjast standa fyrir í haust að frumkvæði ungmennaráðs Skeiða- og Gnúpverjahrepps, rætt var um þing sem ungmennaráð hefur sótt síðustu mánuði á Selfossi og í Grindavík, um tengingar ungmennaráða við sveitarstjórn og stjórnkerfið, hlutverk ungmennaráðs og greiðslur fyrir fundarsetu. Einnig var rætt um umhverfismál og möguleika ungs fólks til að hafa áhrif í þeim efnum, loks var rætt um samgöngur, heimavistarmál og heilbrigðisþjónustu, þ.m.t. geðheilbrigðismál.