Upplestur í Café Mika í Reykholti föstudagskvöldið 12. desember kl 20:30 til 21:30

Föstudagskvöldið 12. desember efna Upplit og Bókakaffið á Selfossi til upplesturs í Café Mika í Reykholti.
Húsið opnar klukkan átta og upplestur stendur frá 20:30-21:30.
Guðjón Ragnar Jónasson íslenskufræðingur kynnir Afdalabarn eftir Guðrúnu frá Lundi og les stuttan kafla.
Bjarni Harðarson segir frá Króníku úr Biskupstungum og les stuttan kafla.
Þá verða einnig eftirtaldir rithöfundar á staðnum og kynna verk sín:
Bjarki Karlsson (Árleysi alda), Þórður Helgason (52 sonnettur) og Heiðrún Ólafsdóttir (Leið).
Þýðendurnir Óskar Árni Óskarsson og Áslaug Agnarsdóttir kynna þýðingar sínar á verkum Edson Russel og Tolstoj.
Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir og jólastemning í veitingunum hjá Café Mika.