Upplýsingar frá Bláskógabyggð vegna veðurs

Unnið er að því að halda götum í Reykholti, á Laugarvatni og í Laugarási greiðfærum. Beðið verður með mokstur á dreifbýlisleiðum í sveitarfélaginu þar til veður gengur niður. Vegagerðin reynir að halda stofnleiðum (Biskupstungnabraut og Laugardalsvegi) færum. Mokstur á Skálholtsvegi og Reykjavegi er í skoðun samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Skólar og leikskólar verða opnir í dag. Gámasvæði verður opnað þegar veður gengur niður.