Uppskeruhátíð 2015

Matarkistan Hrunamannahreppur Uppskeruhátíð laugardaginn 5. september

 

Uppskerumessa kl. 11:00 í Hrunakirkju.   Félagar úr kirkjukór leiða sönginn.  Samvera fyrir alla fjölskylduna.  Reiptog, pokahlaup og fleiri leikir eftir messu.  Grillaðar pylsur og molasopi.  Allir velkomnir. Félagsheimilið á Flúðum. Matarkistan markaður kl. 12:00-17:00 Matvæli úr sveitinni; grænmeti, kjöt og kræsingar, handverk, listir og fleira. Frá Birtingaholti koma bændur með Ískornið, blómadropa og lambakjöt. Kjöt frá Koti með ferskar holdanautasteikur, hakk, gúllas, hamborgara, grafið nautakjöt, reykt hrossabjúgu. Krakkarnir í Koti með sultur o.fl. Garðyrkjustöð Sigrúnar með fjölbreytt grænmeti. Tombóla. Korngrís frá Laxárdal. Grænmeti og lax frá Auðsholti.

GéPé með ýmislegt handgert. Kærleikskrásir frá Stínu Kokk. Tónlist og myndlist; Kalli selur óskalög og Gréta myndirnar sínar.

„Vindmyllusmíði og fræðsla frá Landsvirkjun „Vindmyllubíll Landsvirkjunar verður á svæðinu milli kl. 13.00 og 17.00. Þar mun starfsfólk fræða gesti og gangandi um raforku og áhugasömum boðið að hanna og smíða sína eigin vindmyllu og vinna rafmagn upp á eigin spýtur.“

 

Bjarkarhlíð Flúðum opið hús Anna Magnúsdóttir handverkskona býður gesti velkomna heim í vinnustofu sína kl. 13:00-17:00.

Leikur að List Handverkshús og dúkkusýning. Laugarlandi Flúðum, 1500 dúkkur taka á móti gestum kl. 13:00-17:00 og boðið verður uppá kaffi, rabbarbarasaft og hjónbandssælu (gatan fyrir ofan sundlaugina). Hótel Flúðir Tekið á móti gestum í glæsilega garðinum milli 14:00-16:00 og boðið upp á að smakka grænmetissúpu frítt. Barinn opinn og happy hour 14-16. Gengið er inn um aðaldyrnar á hótelinu í garðinn. Í tilefni Uppskeruhátíðar verður sérstakur 3 rétta kvöldverðarseðill; Fylltir sveppir, nautalund „bearnaise“ og ís með Silfurtúns-jarðaberjum. Kr. 6.900.- per mann.

 

Efra-Sel Golfvöllurinn „Opna íslenska grænmetismótið“ punktakeppni með fullri forgjöf (36)  Keppt er í fjórum flokkum; karla, kvenna og barna (14 ára og yngri – 18 holur) og barnaflokkur (12 ára og yngri – 9 holur)

Mótsgjaldi er stillt í hóf, aðeins 3.500 kr./fullorðna og frítt fyrir þátttakendur í barnaflokkum. Skráning og nánari upplýsingar á www.golf.is og 486-6454 eða gf@kaffisel.is Ath. Skráning í barnaflokkinn (12 ára og yngri) í síma og netpósti Sölufélag garðyrkjumanna er aðalstyrktaraðili mótsins www.islenskt.is Bændamarkaðurinn Efra-Seli

Opið þessa helgi kl.11:00- 18.00. Fjölbreyttar landbúnaðarafurðir frá bændum á svæðinu og handverk úr héraði.  Kaffi-Sel, pizzeria, opið til kl. 20:30 www.kaffisel.is og Kaffi-Sel á Facebook
 

Samansafnið Sólheimum Hrunamannahreppi  Opið 13:00 – 17:00 alla helgina. Minjasafn og gamlir bílar. Aðgangseyrir fullorðnir 1000 kr, börn 13-18 ára 500 kr. www.samansafnid.com   (6,5 km frá Flúðum)

Kaffi Grund Flúðum Vaffla með rjóma og kakó/kaffi á kr. 1.000 milli kl. 13:00 og 17:00

Söngur og gleði með Bjarti Loga á pöbbakvöldi kl. 21:00 – 01:00

Stór kaldur á krana kr. 800

Pizzaofninn í gangi – Rizzopizzur Minilik Eþíopískt veitingahús á Flúðum Opið 11:00-21:00 og tilboð á eftirtöldum réttum:  1. Misto –  lambakjöt og nautakjöt borið fram á Eþíópískan hátt. 2. Grænmetis og baunaréttur.  Einnig tilboð á ceremonial kaffi, brennt og malað á staðnum.
Markavöllur Fótboltagolf 18 holur, opið frá 13:00-16:00

Völlurinn er 4 km sunnan við Flúðir við veg nr 30. Frábært fyrir unga sem aldna. Fótboltagolf á Facebook Loppumarkaður og grænmeti

Í skemmunni á Smiðjustíg 10. Þar verður hægt að kaupa píanó, sófasett, eldhúsborð, stóla, eldhúsdót, styttur, skálar o.fl. Grænmetismarkaður hjá SR grænmeti opinn í sama húsi, ný upptekið.

 

Verslunin Samkaup- Strax Opið 10:00-18:00.  Ýmis tilboð í gangi.

 

Sundlaugin Flúðum opin 12:00-18:00 Frisbígolfvöllur í Lystigarðinum á Flúðum, góð skemmtun. Upplýsingar www.fludir.is og www.sveitir.is Uppskeruhátíð á Flúðum á Facebook

uppskeruhatid_lokautg_ag2015