Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna kosninga til stjórnlagaþings
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna kosninga til stjórnlagaþings þann 27. nóvember n.k., fer fram á skrifstofu sýslumannsins á Selfossi, Hörðuvöllum 1, efri hæð, eftirfarandi daga:
fimmtudaginn 18. nóvember 2010 kl. 09:15 – 16:00
föstudaginn 19. nóvember 2010 kl. 09:15 – 16:00
laugardaginn 20. nóvember 2010 kl. 10:00 – 14:00
mánudaginn 22. nóvember 2010 kl. 09:15 – 18:00
þriðjudaginn 23. nóvember 2010 kl. 09:15 – 18:00
miðvikudaginn 24. nóvember 2010 kl. 09:15 – 18:00
fimmtudaginn 25. nóvember 2010 kl. 09:15 – 18:00
föstudaginn 26. nóvember 2010 kl. 09:15 – 12:00
Auk þessa verður kosið á sjúkrahúsum, dvalarheimilum aldraða og fangelsum í samráði við viðkomandi forstöðumenn.
Athygli er vakin á því að framvísa þarf persónuskilríkjum á kjörstað.
Ósk um atkvæðagreiðslu í heimahúsi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar, þarf að hafa borist embættinu eigi síðar en kl. 16:00 fjórum dögum fyrir kjördag á viðeigandi umsóknareyðublaði sem finna má á vefnum:
http://www.kosning.is/media/frettir/Atkv_heimahusi_2009.pdf
Sýslumaðurinn á Selfossi
16.11.2010