Útboð á slætti og hirðingu á Laugarvatni

ÚTBOÐ

Sláttur og hirðing á Laugarvatni

Bláskógabyggð, Háskóli Íslands og Menntaskólinn að Laugarvatni óska eftir tilboðum í verkið „Sláttur og hirðing á Laugarvatni“.

Samningstímabil þessa útboðs er frá 15. maí 2011 til 15. september 2013. Heildarstærð verkstaða samkvæmt útboðsgögnum er  117.029 m2.

Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Bláskógabyggðar í Aratungu, Reykholti, frá og með Þriðjudeginum 22. mars gegn 5000 kr. skilagjaldi.

Kynningarfundur á útboðsgögnum og verkþáttum verður í Félagsheimilinu Aratungu kl. 14:00 miðvikudaginn 30. mars. Í framhaldi af fundinum verður vettvangsskoðun á verkstöðum á Laugarvatni.

Tilboðum skal skila á skrifstofu Bláskógabyggðar, Aratungu, Reykholti, 801 Selfossi, fyrir kl. 14:00 fimmtudaginn 14. apríl 2011, en þá verða þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Nánari upplýsingar veitir Halldór K. Hermannsson sviðsstjóri Þjónustu- og framkvæmdasviðs Bláskógabyggðar í síma 486-8726.

Bláskógabyggð, Háskóli Íslands og

      Menntaskólinn að Laugarvatni.