Útboð á slætti

Bláskógabyggð óskar eftir tilboðum í verkið „Sláttur og hirðing í Laugarási og Reykholti“.

Samningstímabil þessa útboðs er frá 15. maí 2019 til 15. september 2021. Heildarstærð verkstaða samkvæmt útboðsgögnum er ríflega 70.000 m2.

Útboðsgögn verða afhent á rafrænu formi frá og með þriðjudeginum 2. apríl.  Þeir sem hyggjast gera tilboð í verkið skulu hafa samband við Bjarna D. Daníelsson, sviðsstjóra framkvæmda- og veitusviðs Bláskógabyggðar í síma 480 3000, eða með tölvupósti á netfangið bjarni@blaskogabyggd.is  og gefa upp nafn, heimilisfang, síma og netfang og fá í kjölfarið útboðsgögnin send í tölvupósti.

Tilboðum skal skila á skrifstofu Bláskógabyggðar, Aratungu, Reykholti, 801 Selfoss fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 23. apríl en þá verða þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

 

Bláskógabyggð