Útboð leikskólalóð við Bláskógaskóla á Laugarvatni

Bláskógabyggð óskar eftir tilboðum í endurgerð leikskólalóðar við Bláskógaskóla á Laugarvatni.

 

Um er að ræða endurgerð á hluta af núverandi leikskólalóð m.a. ný leiktæki og yfirborðsefni,  jarðvegsskipti og lagfæringu á grassvæðum, malbikaðan stíg og gróður. Heildarsvæði útboðsverksins er um 1.100m². Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 31. júlí 2022.

 

Útboðsgögn verða afhent rafrænt frá og með 18. mars 2022 og skulu þeir sem hyggjast gera tilboð í verkið, hafa samband við Kristófer Tómasson hjá Bláskógabyggð kristofer@blaskogabyggd.is  Gefa þarf upp nafn, heimilisfang, síma og netfang og fær viðkomandi í kjölfarið send útboðsgögn til sín. Tilboð verða opnuð á skrifstofu sveitarfélagsins Félagsheimilinu Aratungu, Reykholti þann 30. mars 2022 kl. 13.00.