Útboð – snjómokstur

Bláskógabyggð óskar eftir tilboði í snjómokstur og hálkuvarnir í þéttbýliskjörnum Bláskógabyggðar, þ.e. Laugarási, Laugarvatni og Reykholti.

Óskað er eftir tilboðum í almennan snjómokstur í hverjum þéttbýliskjarna fyrir sig og verður gerður samningur um snjómoksturinn til fjögurra ára.

Útboðsgögn fást afhent frá og með mánudeginum 9. september. Tilboðum skal skila á skrifstofu Bláskógabyggðar, Aratungu Reykholti, 801 Selfoss fyrir kl. 11:00 þriðjudaginn 24. september n.k en þá verða þau opnum að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Nánari upplýsingar gefur Bjarni D. Daníelsson sviðsstjóri Framkvæmda- og veitusviðs Bláskógabyggðar í síma 4803000, eða í tölvupósti á netfangið bjarni@blaskogabyggd.is.