Útboð snjómoksturs og hálkueyðingar Bláskógabyggð

Bláskógabyggð óskar eftir tilboðum í snjómokstur og hálkueyðingu innan þéttbýlis í Laugarási, á Laugarvatni og í Reykholti.  Upphaf verktíma er í október 2022.

Verkefnið felst í snjómokstri og hálkueyðingu á götum, gangstéttum og bílapönum. Útboðsgögn verða afhent á stafrænu formi frá og með 29. ágúst 2022. Þeir sem óska eftir að fá gögnin afhent sendi tölvupóst á kristofer@blaskogabyggd.is eða hafi samband í síma 480 3000.

Tilboðum skal skilað til Bláskógabyggðar, Aratungu, Reykholti, fyrir kl. 11 mánudaginn 12. september 2022, þar sem þau verða opnuð að viðstöddum þeim sem þess óska.