Útboð vegna tæmingar rotþróa í Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppi

ÚTBOÐ

Tæming rotþróa í  Bláskógabyggð

og Grímsnes- og Grafningshreppi

 

Sveitarfélögin Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppur óska eftir tilboðum í verkið „Tæming rotþróa í Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppi“.

Samningstímabil þessa útboðs er frá 15. maí 2011 til 31. október 2013.

Útboðsgögn verða afhent á skrifstofum sveitarfélaganna frá og með þriðjudeginum 22. mars n.k. gegn 5.000.- kr. skilagjaldi.

Tilboðum skal skila á skrifstofu Bláskógabyggðar fyrir kl. 14:00 miðvikudaginn 11. maí 2011, en þá verða þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

 

Sveitarstjórinn í Bláskógabyggð og

Sveitarstjórinn í Grímsnes- og Grafningshreppi.