Útboð vegna uppbyggingar á nýju skrifstofuhúsnæði á Laugarvatni

Bláskógabyggð óskar eftir tilboðum í uppbyggingu á nýju skrifstofuhúsnæði á einni hæð fyrir Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita bs. að Hverabraut 6 á Laugarvatni í samræmi við útboðsgögn.  Framkvæmdatími er fyrirhugaður frá undirritun verksamnings til 1. október 2023.  Heildarstærð byggingarinnar verður 330 m2.

 

Útboðsgögn verða afhent á stafrænu formi (.pdf) með tölvupósti frá og með miðvikudeginum 5. október 2022.  Beiðnir um afhendingu útboðsgagna skulu sendar á netfangið kristofer@blaskogabyggd.is þar sem fram koma upplýsingar um nafn, netfang og símanúmer bjóðanda auk upplýsinga um tengilið.  Tilboðum skal skilað eigi síðar en 24. október 2022 kl. 11:00, í samræmi við upplýsingar í útboðsgögnum.

Fyrir hönd Bláskógabyggðar: Kristófer Tómasson sviðsstjóri framkvæmda- og veitusviðs