Útgáfuhóf Ungmennafélags Biskupstungna haldið í Aratungu 25. apríl 2013

Útgáfuhóf

 

 

Ungmennafélag Biskupstungna

100 ára saga

Sumardaginn fyrsta, 25. apríl n.k., kemur saga Ungmennafélags Biskupstungna út. Þennan dag verða 105 ár liðin frá stofnun félagsins.

Til að fagna þessari bókarútgáfu verður efnt til útgáfuhófs í Aratungu. Samkoman hefst kl. 20:30en húsið opnar kl. 20:00 með sýningu á mynd Jóns H. Sigurðssonar „ Í Biskupstungum“.  Jón gaf félaginu myndina á 100 ára afmæli félagsins en myndin sýnir m.a. alla bæi og hús í Tungunum.

Við þessi tímamót mun stjórn félagsins útnefna nokkra aðila sem heiðursfélaga fyrir margháttuð störf fyrir félagið.

Allir eru velkomnir.

Stjórn Ungmennafélags Biskupstungna og ritnefnd