Vantar aðstoðarmann skipulagsfulltrúa

SKIPULAGSFULLTRÚI UPPSVEITA ÁRNESSÝSLU

Bláskógabyggð     Grímsnes- og Grafningshreppur   Hrunamannahreppur     Skeiða-og Gnúpverjahreppur     Flóahreppur

Dalbraut 12, 840 Laugarvatn    sími: 486-1145   nf:  petur@sudurland.is

______________________________________________________________________________________________________

Aðstoðarmaður skipulagsfulltrúa.

Embætti skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu auglýsir eftir aðstoðarmanni skipulagsfulltrúa í 50% stöðu sem gæti síðar aukist í allt að 75-100%. Starfið felst m.a. í almennri skjalavinnslu og samskiptum við skipulagshönnuði, opinbera aðila og aðra sem eiga samskipti við embættið. Viðkomandi þarf að vera sjálfstæður og skipulagður í vinnubrögðum, vera fljótur að læra og tilbúinn að takast á við margskonar verkefni, hafa góða þjónustulund og góða almenna tölvukunnáttu.

 

Embætti skipulagsfulltrúa er staðsett á Laugarvatni og þjónar sveitarfélögunum Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða- og Gnúpverjahreppi og Flóahreppi. Umsóknir skulu berast embættinu að Dalbraut 12, 840 Laugarvatni, fyrir 10. júní n.k.