Velkomin í Reykholt Biskupstungum laugardaginn 9. júní

Opin hús víða í Reykholti þessa helgi

Garðyrkjustöðin Espiflöt
Blönduð blómarækt á afskornum blómum.
Opið frá 10.00 – 16.00,  kaffi á könnunni og blóm til sölu.
Leiðsögn um garðyrkjustöðina
kl. 11.00, 13.00 og 15.00.

Garðyrkjustöðin Kvistar
Plöntusala opin kl. 10.00 – 19.00.
Kl. 10.00 og kl. 15.00 gengið um garðyrkjustöðina.
Kynning á ræktun á
skógarplöntum, hindberjum og jarðaberjum.

Myndlist í hesthúsi
Vinnustofan í hesthúsahverfinu.
Opið kl. 11:00-18:00.
Til sýnis og sölu, myndir og
listmunir sem tengjast íslenska hestinum.
Myndlistarhorn fyrir börn, penslar, blöð og litir.

Bjarnabúð
Allt sem þig vantar og tilboð á ís.
Opið  kl. 9:00-21:00.

Friðheimar
Kynning á áhugaverðri nýjung í ferðaþjónustu.
Gestastofa  í nýju gróðurhúsi
og sýningin „Ylrækt á Íslandi-
stiklur úr sögu“.
Opið hús kl. 15:00-17:00 og
tómatasúpa í pottinum.
Allir hjartanlega velkomnir.

Kaffi –Klettur
Trúbadorinn Eiríkur Hafdal
föstudag kl 22:00-02:00.
Þjóðlegt kaffihlaðborð
kl. 15:00-17:00 laugardag,
söngur á pallinum.
Tónleikar laugardag kl.22:00
Rölt eftir rúgbrauði upp að hver á
sunnudagsmorgun kl. 11:00

Bjarkarhóll 
Prjónabúðin Björk kynnir nýtt prjónablað.
Tískusýning kl 14:00 með flíkum
úr blaðinu.
Ofurtilboð í búðinni.

Café Mika
Opið frá kl. 10:00 – 21:00.
Hoppukastali fyrir börnin og helíumblöðrur.
Myndlistarsýning, Gréta Gísladóttir sýnir.
Nýjungar á matseðli.

Iceland Riverjet,  Bjarkarhól
Ævintýrasiglingar á Jetbát á Hvítá, 20% afsláttur.
Opið 11.00-17.00.  Bóka þarf
fyrirfram s. 863 4506.

Garðyrkjustöðin Birkihlíð
 „Nú er sumar, nú plöntum við“
Garðplöntusala, sumarblóm, tré og runnar.
Opið kl. 9:00-21:00.

Sundlaugin í Reykholti
Opin 10:00-18:00.