Verið velkomin í Skálholt á aðventunni

Sumartónleikarnir í Skálholtsdómkirkju bjóða til aðventutónleika í
kirkjunni 6. desember kl. 17.00.
Hátíðarsveit undir stjórn Jaaps Schröders leikur tónlist gömlu
meistaranna frá 18. öld, m.a. Bach og Haydn.
Einsöngvari er Marta Halldórsdóttir sópran.
Aðgangur kr. 3.500.- eða 4.500.- með hátíðarfordrykk.
Að loknum tónleikum verður boðið upp á þjóðlegan jólamat að fornu
og nýju í Skálholtsskóla að hætti Bjarna Birgissonar bryta.
Heildarverið kr. 9.000.-
Boðið verður upp á aukakyrrðardaga helgina 12.-14. desember þar
sem áhersla verður lögð á aðventu- og jólatónlist,
kyrrð og íhugun.
Leiðsögn er í höndum rektorshjónanna.
Dagskráin hefst kl. 18.00 á föstudegi.
Nánari upplýsingar á vefnum www.skalholt.is

Skálholtsskóli býður eldri borgurum úr Tungunum
til aðventusamveru fimmtudaginn
18. desember kl. 15.00. Jólatónlist,
heitt súkkulaði og jólakökur.
Ræðumaður: Sr. Úlfar Guðmundsson fráfarandi prófastur.
Verið öll hjartanlega velkomin.