Fundarboð 260. fundar sveitarstjórnar


 

 

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar – 260

 

FUNDARBOÐ

 

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

verður haldinn í Aratungu, Reykholti, 4. júní 2020 og hefst kl. 15:15

 

 

 

Dagskrá:

 

Fundargerðir til staðfestingar
1. 2001006 – Fundargerð skipulagsnefndar
196. fundur skipulagsnefndar haldinn 27. maí 2020. Afgreiða þarf sérstaklega mál nr. 5 til 9.
Fundargerðir til kynningar
2. 2001007 – Fundargerð stjórnar SASS
558. fundur stjórnar SASS, haldinn 22. maí 2020.
3. 2001015 – Fundargerðir stjórnar Byggðasafns Árnesinga
15. fundur stjórnar Byggðasafns Árnesinga, haldinn 26. maí 2020
7. fundur byggingarnefndar um framkvæmdir að Búðarstíg 22, haldinn 26. maí 2020.
Almenn mál
4. 2001006 – Heimsókn skipulagsfulltrúa, byggingarfulltrúa og skrifstofustjóra UTU
Skipulagsfulltrúi, byggingarfulltrúi og skrifstofustjóri UTU á Laugarvatni koma inn á fundinn.
5. 2006001 – Fyrirspurn um landnemaspildu – Tjaldið
Fyrirspurn Maríu Arnardóttur og Thelmu Jónsdóttur, dags. 1. júní 2020, um skika til að staðsetja á tjald, viðburða- og athafnarými.
6. 0802026 – Samningar Bláskógabyggðar við Ásvélar ehf
Sigurður Sigurðsson kemur á fundinn f.h. Ásvéla ehf og fer yfir mál sem tengjast malartöku úr landi jarðarinnar Laugarvatns og samninga við sveitarfélagið.
7. 2005047 – Viðauki við fjárhagsáætlun 2020
1. viðuaki við fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar, áður frestað á 259. fundi.
8. 2005022 – Skólalóð Reykholti
Beiðni nemenda í Bláskógaskóla, Reykholti, dags. 28. maí 2020, um hjólabrettaramp á skólalóðina
9. 2006004 – Fundir sveitarstjórnar í júlí og ágúst og opnunartími skrifstofu
Fyrirkomulag funda sveitarstjórnar sumarið 2020 og sumarleyfi á skrifstofu.
Lagt er til að síðari fundur sveitarstjórnar í júlí falli niður.
Lagt er til að skrifstofan verði lokuð 6. júlí til 4. ágúst og að starfsfólk taki sumarleyfi á þeim tíma, eftir því sem unnt er.
Almenn mál – umsagnir og vísanir
10. 2006003 – Frumvarp til laga um breytingu á lögum um þjónustu við fatlað fólk, nr. 38,2018 (notendaráð), 838. mál.
Erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 28. maí 2020, sent til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, nr. 38/2018 (notendaráð), 838. mál.

Umsagnarfrestur er til 11. júní nk.

Mál til kynningar
11. 2006002 – Samstarf á sviði brunamála
Erindi forstjóra Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, dags. 28. maí 2020, um brunamál.

 

 

02.06.2020

Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.