Vilt þú selja á markaði 11. júlí?

Frá Gallerí Laugarvatni
Í tilefni af Gullhringnum 11. júlí, ætlum við í Galleríinu að hafa útimarkað og bjóðum öllum sem vilja koma og selja vöru sína hvort sem er handverk, hlutir úr geymslunni, nýmeti úr garðinum eða bara hvað sem er, að vera með borð við Galleríið. Það kostar ekkert en viðkomandi þarf að koma með eigið borð með sér. Þeir sem hafa áhuga hafa bara samband við okkur og gott væri að vita sem fyrst, þegar hafa ýmsir haft samband.
Þuríður galleri@simnet.is  og sími 893 4656