Vímuefnafræðslan Veldu | Fyrirlestur

Heilsueflandi Uppsveitir í samstarfi með sveitarfélaginu Árborg býður foreldrum og öllum íbúum upp á rafræna vímuefna-fræðslu sem er opin til miðnættis þann 18. mars.

Í foreldrafræðslunni er lagt upp með að hvetja til umræðu á heimilinu um vímuefni, hvaða einkennum og hegðun er gott að fylgjast með og hvað á að gera ef grunur um neyslu vaknar.

Hvað er vímuefni? Öll efni sem gefa vímu og eru ávanabindandi og í þessum fyrirlestri er t.d. tekið fyrir koffíndrykkir/orkudrykkir, nikótínpúða, veip, áfengi og kanabisefni.

Ef byrjað er snemma með vímuefnaneyslu þá er meiri hætta á að þróa fíkn og geðsjúkdóma. Þess vegna spyr fyrirlesarinn: Er það þess virði að byrja?

Fyrirlesturinn er gerður eftir að fræðsla fór í gegnum unglingabekki í Árborg en hér sjáum við þann hluta sem er foreldrafræðslan.

Við hvetjum alla til að fylgjast með, hvort sem þið eigið börn í leik- eða grunnskóla eða ekki, því forvarnir geta aldrei byrjað of snemma.

Saman sköpum við heilsueflandi samfélag

Hlekkur á fræðslu:  https://www.heilsulausnir.is/arborg   Fræðslan er opinn fram til miðnættis annað kvöld (18. Mars).

Kv.

Gunnar Gunnarsson

Verkefnastjóri

Heilsueflandi Uppsveitir