Vinnuskóli Bláskógabyggðar
Vinnuskóli Bláskógabyggðar starfar í sumar frá 8. júní og fram eftir sumri. Starfsstöðvar hans eru á Laugarvatni og í Reykholti. Réttindi til að starfa í vinnuskólanum hafa unglingar með lögheimili í Bláskógabyggð og eru fæddir á árunum 1993 til 1996. Í ár starfa 19 unglingar og þrír flokksstjórar hjá vinnuskóla Bláskógabyggðar.
Meðfylgjandi eru myndir af unglingum og flokksstjórum hjá vinnuskóla Bláskógabyggðar.