Vinnuskóli Bláskógabyggðar 2023

Vinnuskóli Bláskógabyggðar starfar í sumar frá 5. júní og fram eftir sumri. Starfsstöðvar hans eru á Laugarvatni og í Reykholti. Öll ungmenni í 8-10 bekk (fædd árin 2007, 2008 og 2009) og hafa lögheimili í Bláskógabyggð geta sótt um starf í vinnuskólanum.

 

Umsóknir þurfa að berast á skrifstofu Bláskógabyggðar fyrir 15. maí  n.k.

 

Á heimasíðu vinnuskólans er hægt að nálgast eyðublöð og aðrar gagnlegar upplýsingar um vinnuskólann: https://www.blaskogabyggd.is/thjonusta/vinnuskoli/

 

Nánari upplýsingar veitir Sviðsstjóri Framkvæmda- og veitusvið Bláskógabyggðar í síma 860-4440 eða tölvupósti kristofer@blaskogabyggd.is

 

 

Framkvæmda- og veitusvið

 Bláskógabyggðar