Vinnuskóli Bláskógabyggðar 2023

Flokkstjóri óskast

Bláskógabyggð óskar eftir að ráða flokksstjóra yfir vinnuskóla sveitarfélagsins og umhirðu opinna svæða og tilfallandi umhverfisverkefna sumarið 2023. Aldurstakmark er 20 ár, kröfur eru gerðar um almenn ökuréttindi og hreint sakavottorð. Starfstími er frá miðjum maí til loka júlí. Möguleiki er á starfi til 20 ágúst. Starfssvæðið er á Laugarvatni, Laugarási og í Reykholti. Umsóknarfrestur er til 10 apríl nk. Umsóknir berist á netfangið kristofer@blaskogabyggd.is.

Upplýsingar gefur Kristófer í síma 860-4440 og 480- 3000.