Vinnuskóli Bláskógabyggðar

Vinnuskóli Bláskógabyggðar starfar í sumar frá 8. júní og fram eftir sumri. Starfsstöðvar hans eru á Laugarvatni og í Reykholti. Réttindi til að starfa í vinnuskólanum hafa unglingar með lögheimili í Bláskógabyggð og eru fæddir á árunum 1993 til 1996. Umsóknir þurfa að berast á skrifstofu Bláskógabyggðar fyrir 3. júní n.k. Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á heimasíðu Bláskógabyggðar. Nánari upplýsingar veitir Þjónustumiðstöð sveitarfélagsins í síma 486-8726.

Vinnuskólaumsókn 2009