VÍS gefur endurskinsvesti í leikskólana í Bláskógabyggð

Leikskólanum í Reykholti voru afhent endurskinsvesti 21. desember frá Vátryggingarfélagi Íslands, eins og meðfylgjandi myndir sýna þegar staðgengill skólastjóra veitir þeim viðtöku frá Smára Kristjánssyni frá VÍS. Einnig var farið í leikskólann  Gullkistuna að Laugarvatni og afhent endurskinsvesti sama dag, veitti skólastjóri þeim viðtöku eins og kemur fram á meðfylgjandi mynd.
Það er von og reyndar vissa að þau komi að góðum notum.
VÍS hefur alltaf haft forvarnir í hávegum og er þessi gjöf til staðfestingar þess.

8872_Afhending endurskinsvesta 056 8873_Afhending endurskinsvesta 058