Vörðukórinn og Kór Menntaskólinn að Laugarvatni verða með samsöng í Aratungu miðvikudaginn, 23. nóvember 2011 kl. 20:30

Samsöngur í Aratungu – Vörðukórinn og Kór Menntaskólans að Laugarvatni

Vörðukórinn og Kór Menntaskólans að Laugarvatni bjóða upp á fjölbreytta dagskrá erlendrar og íslenskrar tónlistar í Félagsheimilinu í Aratungu nk miðvikudag, 23. nóv. 2011, kl. 20:30. Kórarnir flytja, bæði saman og sitt í hvoru lagi, skemmtilega blöndu poppaðra og klassískra laga sem allir ættu að hafa gaman að, s.s. lög The Beatles, Bob Marley, Stuðmanna og Þursaflokksins 🙂

Samtals telja kórarnir tveir um 100 manns; stjórnandi beggja kóra er Eyrún Jónasdóttir.