Vorhittingur 2013 hjá ferðaþjónustuaðilum í Uppsveitum Árnessýslu þriðjudaginn 14. maí kl 14.00

Ferðaþjónustuaðilar í Uppsveitum Árnessýslu
Vorhittingur 2013
Þriðjudaginn 14. maí kl. 14:00
í Þjórsárstofu í Félagsheimilinu Árnesi

Nú er tímabært að halda  vorhitting ALLRA ferðaþjónustuaðila í Uppsveitum Árnessýslu

Það er alltaf eitthvað nýtt að bætast við og breytingar hafa orðið á mörgum stöðum síðan síðast.

Það er svo mikilvægt að við þekkjum okkar svæði Uppsveitir Árnessýslu út og inn og hvert annað.  Getum vísað  gestum á sitthvað skemmtilegt í nágrenninu og fengið þá til að stoppa lengur.

Við erum að tala um allar fjórar sveitirnar  og ALLA sem eru í ferðaþjónustu  eða tengdum greinum. Bláskógabyggð, Hrunamannahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur.

Staðsetning er breytileg frá ári til árs til að vera hreifanleg um svæðið.  Í ár hittumst við í Þjórsárstofu.
Fyrirkomulag verður það sama og síðast.  Allir koma og hafa með sér sitt kynningarefni,  bæklinga, plaköt, dregla  o.s.frv.   Við munum kynna okkur og kynnast,  skoða, drekka kaffi og spjalla saman.   Þeir sem eiga ekki kynningarefni koma bara með góða skapið.   Sumarstarfsfólkið er að sjálfsögðu velkomið.  Handverksfólk er velkomið.

Vinsamlegast látið mig  vita um komu ykkar
í netpósti asborg@ismennt.is   eða  síma  898-1957
Bestu kveðjur
Ásborg