Félagsleg aðstoð

Markmið með félagslegri aðstoð er að koma einstaklingum og fjölskyldum til aðstoðar í tímabundnum erfiðleikum. Markmið aðstoðarinnar til lengri tíma er alltaf að viðkomandi verði sjálfbjarga. Beitt er félagslegri ráðgjöf og tiltækum félagslegum úrræðum.

Þegar um fatlað fólk og fjölskyldur fatlaðra barna er að ræða er aðstoð oft til lengri tíma og markmið með þeirri þjónustu er að fatlaðir njóti sömu tækifæra og lífsgæða eins og aðrir.

Skóla- og velferðarþjónusta Árnesþings, sími 480 1180, veitir félagslega aðstoð af ýmsu tagi. Þar á meðal er fjárhagsaðstoð og stuðningsþjónusta, einnig nefnd félagsleg heimaþjónusta. Í félagslegri heimaþjónustu er m.a. veitt aðstoð við heimilishald, svo sem þrif, auk þess sem veitt er aðstoð við persónulega umhirðu og við umönnun barna og ungmenna. Nánar má lesa um reglur um félagslega aðstoð á heimasíðu Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings. 

Er eitthvað á síðunni sem betur má fara?