Fólk með fötlun

Bláskógabyggð ásamt Grímsnes- og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða- og Gnúpverjahreppi og Flóahreppi, hafa sameinast um að reka sameiginlega félagsþjónustu, Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings.
Undir málefni fatlaðs fólks fellur:

• Þjónusta við fullorðna með fötlun
• Atvinnu- og búsetumál fatlaðra
• Liðveisla
• Þjónusta við börn með fötlun/þroskafrávik og fjölskyldur þeirra
• Félagsleg liðveisla

Skóla- og velferðarþjónusta Árnesþings stuðlar að því að veitt sé ráðgjöf til einstaklinga með fötlun og aðstandenda þeirra m.a. með greiningu, meðferð og stuðning. Einnig miðla þau upplýsingum m.a. um réttindi og möguleika fatlaðra til þjónustu og aðstoðar við lausn vandamála vegna fötlunar. Skóla- og velferðarþjónusta Árnesþings hefur samskipti og samráð við aðrar þjónustustofnanir í tengslum við að finna viðeigandi lausn á málum einstaklinga með fötlun og aðstandenda þeirra.
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Skóla- og Velferðarþjónustu Árnesþings.

Jafnframt er Bláskógabyggð aðili að byggðarsamlaginu Bergrisanum bs. sem fer með skipulag og framkvæmd þjónustu við fatlað fólk, sem á lögheimili í aðildarsveitarfélögunum, í samræmi við lög og reglugerðir í málefnum fatlaðra.

Er eitthvað á síðunni sem betur má fara?