Litli-Bergþór

Litli – Bergþór er tímarit Ungmennafélags Biskupstungna og er gefið út tvisvar sinnum á ári. Fyrsta tölublaðið kom út árið 1980 og hefur verið gefið út óslitið síðan. Ungmennafélagið Biskupstungna hefur gert samning Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn um að birta öll eintök af Litla-Bergþóri frá upphafi. Nú eru öll tölublöðin geymd og varðveitt hjá safninu og er m.a. hægt að nálgast öll blöðin á www.timarit.is án endurgjalds. Stjórn Ungmennafélagsins er stolt af því að hafa farið í þetta verkefni því þarna er mikill fróðleikur um mannlíf í Biskupstungunum gerður aðgengilegur með einföldum hætti sem vonandi mun nýtast flestum um ókomna framtíð. Stjórn félagsins hvetur þá sem ekki eru áskrifendur að Litla-Bergþór til að gerast áskrifendur og treysta þar með grundvöll fyrir frekari útgáfu í framtíðinni. Það skal tekið fram að nýjustu blöðin verða ekki aðgengileg á vefnum fyrr en þau eru a.m.k. tveggja ára gömul.

Er eitthvað á síðunni sem betur má fara?