Sveitarstjórn

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar er skipuð sjö kjörnum fulltrúum sem eru kosnir lýðræðislegri kosningu af íbúum sveitarfélagsins til fjögurra ára í senn. Sveitarstjórn fer með stjórn sveitarfélagsins og hefur ákvörðunarvald um nýtingu tekjustofna, lántökur og ráðstöfun eigna og um framkvæmd verkefna sveitarfélagsins.

Meðal verkefna sveitarstjórnar er að sjá um að lögbundnar skyldur séu ræktar og hafa eftirlit með því að fylgt sé viðeigandi reglum í störfum sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn heldur fundi tvisvar í hverjum mánuði, fyrsta og þriðja miðvikudag hvers mánaðar klukkan 9:00 í fundarherbergi sveitarfélagsins í Aratungu. Sveitarstjórn getur fellt niður reglulega fundi sveitarstjórnar vegna sumarleyfa. Aukafundi skal halda eftir því sem þörf krefur. Dagskrá sveitarstjórnarfunda er birt á heimasíðu sveitarfélagsins og eru sveitarstjórnarfundir almennt opnir almenningi.

Aðalmenn í sveitarstjórn kjörtímabilið 2022-2026 eru:

Helgi Kjartansson (T) netfang: oddviti@blaskogabyggd.is

Stefanía Hákonardóttir (T) netfang: stefania@blaskogabyggd.is

Sveinn Ingi Sveinbjörnsson (T) netfang: sveinningi@blaskogabyggd.is

Guðrún S. Magnúsdóttir (T) netfang: gudruns@blaskogabyggd.is

Guðni Sighvatsson (T) netfang: gudni@blaskogabyggd.is

Anna Gréta Ólafsdóttir (Þ) netfang: annagreta@blaskogabyggd.is

Jón Forni Snæbjörnsson (Þ) netfang: jonf@blaskogabyggd.is

Framboð og niðurstaða kosninga 2022:

T- listi 391 atkv., 5 fulltr.

Þ – listi 166 atkv., 2 fulltr.

Fulltrúar T lista eru með meirihluta í sveitarstjórn Bláskógabyggðar kjörtímabilið 2022 – 2026.

Oddviti sveitarstjórnar:
Helgi Kjartansson

Varaoddviti:

Stefanía Hákonardóttir

Er eitthvað á síðunni sem betur má fara?