Eldri borgarar

Eldri borgarar eiga rétt á almennri þjónustu sem veitt er hjá Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings í samræmi við lög um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 og lög um málefni aldraðra nr. 125/1991.

Velferðarþjónusta Árnesþings hefur starfsstöð í Laugarási, s. 480 1180, sjá einnig heimasíðuna.
Eldri borgarar geta sótt þar um félagslega heimaþjónustu, sem m.a. felst í heimilisþrifum og aðstoð við persónulega umhirðu. Þjónustan er veitt á grundvelli þjónustumats. Jafnframt geta eldri borgarar óskað eftir félagslegri ráðgjöf.

Eldri borgarar geta keypt mat í mötuneyti Bláskógabyggðar í Aratungu og í ML á Laugarvatni, á starfstíma mötuneyta. Máltíðirnar eru niðurgreiddar, miðast það við 60 ára aldur. Eldri borgarar sem þörf hafa fyrir að fá heimsendan mat sækja um slíkt til velferðarþjónustunnar í Laugarási.

Eldri borgarar fá frían aðgang að íþróttamannvirkjum Bláskógabyggðar, sundlaugum og tækjasölum, bæði á Laugarvatni og í Reykholti. Miðað er við 67 ára aldur.

Eldri borgarar geta sótt félagsstarf sem nýtur stuðnings sveitarfélagsins, bæði í Reykholti og á Laugarvatni. Félag eldri borgara í Biskupstungum og félagið 60 plús í Laugardal sjá um félagsstarfið.

Bláskógabyggð á íbúðir sem ætlaðar eru eldri borgurum. Íbúðirnar eru staðsettar í Reykholti og á Laugarvatni og eru auglýstar lausar til umsóknar í fréttabréfi sveitarfélagsins og á heimasíðu þess, þegar við á. Um úthlutun þeirra fer skv. reglum Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings um félagslegt leiguhúsnæði frá 2021.

Bláskógabyggð veitir tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum afslátt af fasteignaskatti og fráveitugjaldi af íbúðarhúsnæði í þeirra eigu. Afslátturinn er tekjutengdur og nemur 25% til 100% og reiknast sjálfkrafa við álagningu fasteignagjalda.

Er eitthvað á síðunni sem betur má fara?