Leik- og grunnskólar

Bláskógaskóli Laugarvatni er samrekinn leik- og grunnskóli.

Í leikskóladeild eru nemendur frá 12 mánaða aldri og í grunnskóladeild eru nemendur í 1. til 10. bekk. Lögð er áhersla á fjölbreytilegar kennsluaðferðir og er útinám stór þáttur í kennslu skólans. Einkunnarorð skólans eru virðing, vinátta og gleði.

Frístund er starfrækt við Bláskógaskóla Laugarvatni fyrir börn í 1. til 4. bekk. Skólaakstur er skipulagður úr Þingvallasveit og Laugardal.

Sími skólans er 480 3030.

Reykholtsskóli er fyrir nemendur í 1. til 10. bekk. Einkunnarorð skólans eru virðing, vellíðan, samvinna.

Frístund er starfrækt við Reykholtsskóla fyrir börn í 1. til 4. bekk. Skólaakstur er skipulagður úr Laugarási og úr dreifbýli í Biskupstungum.

Sími skólans er 480 3020.

Leikskólinn Álfaborg er staðsettur í Reykholti. Þar eru nemendur frá 12 mánaða aldri. Nýtt húsnæði leikskólans var tekið í notkun 2019. Samvinna er á milli leikskólans og Reykholtsskóla.

Sími leikskólans er 480 3050.

Starfsfólk leik- og grunnskóla leitar sér sérfræðiaðstoðar hjá Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings.  

Er eitthvað á síðunni sem betur má fara?