Ferðamálafulltrúi
Ferðamálafulltrúi hefur aðsetur í Aratungu og starfar fyrir Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshrepp og Hrunamannahrepp.
Starf ferðamálafulltrúa er margþætt en í meginatriðum felst það í fjölþættri ráðgjöf, alhliða upplýsingamiðlun, frumkvöðlaaðstoð og þátttöku í fjölbreyttum verkefnum.
Hægt er að hafa samband við ferðamálafulltrúa ef ykkur vantar upplýsingar um ferðamöguleika á svæðinu, þjónustu eða hvað eina sem ykkur vantar svör við, eða ef þið eruð með skemmtilega hugmynd að verkefni.
Netfang: asborg@ismennt.is
Farsími: 898 1957
Sími: 480 3009
Á heimasíðu ferðamála má finna upplýsingar um fjölbreytta þjónustu á svæðinu.
Bláskógabyggð er einnig aðili að Markaðsstofu Suðurlands sem annast markaðssetningu Suðurlands sem ferðaþjónustusvæðis og sinnir einnig ráðgjöf við fyrirtæki í ferðaþjónustu og ýmsum samstarfsverkefnum.