Ársþing SASS
Fréttir
30.10.2025
Fulltrúar Bláskógabyggðar sóttu ársþing Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga á Kirkjubækjarklaustri dagana 23. til 24. október sl, auk aðalfundar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Sorpstöðvar Suðurlands. Á þinginu var m.a. fjallað um farsæld barna, jafnframt því sem ritað var undir samstarfssamning þar að lútandi, rædd voru verkefni byggðaþróunarfulltrúa sveitarfélaga innan SASS og ályktað um ýmis mál, svo sem samgöngur, mennta- og heilbrigðismál.