Bláskógabyggð óskar eftir að ráða bókara

Fréttir 04.01.2026

 Bláskógabyggð óskar eftir að ráða bókara

Bláskógabyggð leitar að öflugum og skipulögðum bókara í 100% starf. Um er að ræða fjölbreytt og ábyrgðarmikið starf innan fjármálasviðs sveitarfélagsins. Starfsstöð er í Aratungu í Reykholti. Við leitum að nákvæmum og talnaglöggum einstaklingi með áhuga á fjármálatengdum störfum.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Almenn bókhaldsstörf og skráning færslna
  • Afgreiðsla og eftirlit með reikningum og innkaupum
  • Móttaka erinda og símsvörun á skrifstofu sveitarfélagsins
  • Afstemmingar á lykilreikningum
  • Önnur tilfallandi verkefni innan fjármálasviðs

Hæfniskröfur:

  • Reynsla af bókhaldi, stúdentspróf eða önnur viðeigandi menntun skilyrði
  • Góð tölvukunnátta – þekking á BC bókhaldskerfi (Microsoft Dynamics 365 Business Central) er kostur
  • Góð færni í excel og vinna með talnagögn
  • Nákvæmni, sjálfstæði og góð skipulagshæfni
  • Lipur og þjónustulunduð samskiptafærni
  • Færni til að vinna í teymi og takast á við fjölbreytt verkefni

Upplýsingar og umsókn:

Upplýsingar um starfið veitir Björgvin Guðmundsson fjármálastjóri,

bjorgvin@blaskogabyggd.is eða í síma 480 3000.

Umsóknir skulu berast á www.alfred.is og rennur umsóknarfrestur út 26. janúar 2026.

Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið.

Starfið hentar einstaklingum óháð kyni.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

https://alfred.is/starf/bokari-hja-blaskogabyggd