Bláskógabyggð Sveitarfélag ársins

Fréttir 30.10.2025
Tilkynnt hefur verið um hvaða sveitarfélög voru útnefnd sem Sveitarfélög ársins 2025 og er Bláskógabyggð þar í 1. sæti.  
Útnefningin er á grunni niðurstaðna viðhorfskönnunar félagsfólks bæjarstarfsmannafélaga og stéttarfélaga innan BSRB og var könnunin gerð í samstarfi við Gallup. Veitt er viðurkenning fyrir bestu heildarniðurstöðu þátta sem stuðla að blómlegu og heilbrigðu starfsumhverfi starfsfólks sveitarfélaga.
Þetta er fjórða árið í röð sem slík könnun er gerð og hefur Bláskógabyggð fengið viðurkenningu á hverju ári.  
Tilgangurinn með könnuninni er að hvetja stjórnendur sveitarfélaga til að veita starfsumhverfi meiri athygli og ráðast í umbótaverkefni þar sem þess er þörf. Einnig er ætlunin að niðurstöðurnar skapi almenna umræðu um starfsumhverfi og stjórnun á vinnustöðum, félagsfólki stéttarfélaganna til hagsbóta. Ekki síst er tilgangurinn að veita góðum vinnustöðum viðurkenningu fyrir að hlúa vel að starfsfólki.
Önnur sveitarfélög sem hlutu viðurkenningu í ár eru Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur, en frá upphafi hafa sveitarfélögin í Uppsveitum Árnessýslu raðað sér í flest efstu sætin í könnuninni. 
Á myndinni eru Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri, og Helgi Kjartansson, oddviti, við afhendingu viðurkenningarinnar.