Endurbætur á Einholtsvegi

Fréttir 20.01.2026
Vegagerðin hefur auglýst útboð á endurbótum á Einholtsvegi. Um er að ræða veginn frá Gýgjarhólskoti að Drumboddsstöðum eða um 7,4 km. Verkið felst í styrkingu, breikkun og klæðningu vegarins og skal verkinu vera lokið eigi síðar en 15. ágúst 2027. Á heimasíðu Vegagerðarinnar er hægt að sjá helstu magntölur en þar kemur einnig fram skila þarf inn tilboðum í verkið fyrir 27. janúar nk.
Með endurbótum á þessum hluta Einholtsvegar er ljóst að um mikla samgöngubót verður að ræða. Vegurinn hefur síðustu áratugi verið í mjög slæmu ásigukomulagi og skert lífsgæði þeirra sem búa á þessu svæði og þurfa að fara um veginn.
Af hálfu Bláskógabyggðar hefur ítrekað á liðnum árum verið þrýst á um endurbætur á veginum, m.a. á fundum með fulltrúum Vegagerðarinnar, og var meðfylgjandi mynd tekin að loknum einum slíkum fundi á árinu 2022. Það er fagnaðarefni að nú skuli vera komið að því að ráðast í framkvæmdir.