Fjármálastjóri óskast
Fjármálastjóri
Bláskógabyggð auglýsir starf fjármálastjóra laust til umsóknar. Bláskógabyggð er blómlegt sveitarfélag í Uppsveitum Árnessýslu. Íbúar eru um 1.500 og auk þess eru um 2.000 sumarhús í sveitarfélaginu. Þéttbýliskjarnar eru þrír, Laugarás, Laugarvatn og Reykholt. Starfsstöð fjármálastjóra er í Aratungu í Reykholti.
Undir fjármálasvið heyrir reikningshald, áætlanagerð og fjármálastjórnun sveitarfélagsins, launavinnsla, reikningagerð og innheimta. Næsti yfirmaður er sveitarstjóri, en næstu undirmenn eru starfsmenn fjármálasviðs.
Fjármálastjóri er leiðandi og mótandi í starfi sínu, hefur frumkvæði að lausn verkefna, veitir ráðgjöf og hefur yfirumsjón með rekstri og fjármálum sveitarfélagsins. Fjármálastjóri leiðir fjármálasvið sveitarfélagsins.
Meginverkefni
- Yfirumsjón með bókhaldi og dagleg fjármálastjórn sveitarfélagsins.
- Undirbúningur, gerð og eftirfylgni fjárhagsáætlana.
- Yfirumsjón með framlagningu árshlutareikninga og ársreikninga.
- Greiningarvinna og miðlun upplýsinga.
- Þátttaka í mótun, þróun og innleiðingu verklags varðandi ábyrga fjármálastjórn og ýmsum öðrum umbótaverkefnum.
- Samskipti við hagaðila.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun í viðskiptafræði, hagfræði eða sambærileg menntun, framhaldsmenntun eða mikil hagnýt starfsreynsla æskileg.
- Víðtæk þekking og reynsla af reikningshaldi áskilin.
- Haldbær þekking og reynsla af fjárhagsáætlanagerð áskilin.
- Haldbær þekking og reynsla af rekstrareftirliti og fjármálastjórn.
- Mikil hæfni í greiningu og framsetningu tölulegra gagna.
- Þekking og reynsla af þróun og innleiðingu umbótaverkefna á sviði fjármála.
- Stjórnunarreynsla og þekking á opinberri stjórnsýslu kostur.
- Þekking á Navision fjárhagskerfi kostur.
- Hæfni í að tileinka sér nýja þekkingu og miðla henni áfram.
- Mjög góð samskipta- og leiðtogahæfni.
- Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi.
- Góð íslenskukunnátta.
Frekari upplýsingar um starfið:
Upplýsingar um starfið veitir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri, asta@blaskogabyggd.is eða í síma 480 3000. Umsóknir skulu berast til sveitarstjóra á netfangið asta@blaskogabyggd.is. Umsóknarfrestur er til og með 13. júlí n.k.
Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Umsókn skal fylgja greinargóð náms- og starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Starfið hentar einstaklingum óháð kyni.