Forvarna- og lýðheilsustefna Bláskógabyggðar
Forvarna- og lýðheilsustefna Bláskógabyggðar lítur dagsins ljós
Á haustmánuðum árið 2022 ákvað sveitarstjórn Bláskógabyggðar að hefja stefnumótun til næstu ára hjá sveitarfélaginu og móta framtíðarsýn, gildi og verkefni til framtíðar með hliðsjón af Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Tilgangurinn með stefnumótunar-vinnunni í Bláskógabyggð er að innleiða sjálfbæra og framsækna þróun í sveitarfélaginu og stuðla að heilsusamlegu og bættu samfélagi, samfélagi þar sem framtíðin er björt. Í kjölfarið ákvað sveitarstjórn að hefja vinnu við uppfærslu á ýmsum stefnum sveitar-félagsins. Samhliða var ákveðið að móta lýðheilsu- og forvarnastefnu sveitarfélagsins með aðkomu íbúa.
Við mótun lýðheilsu- og forvarnastefnu sveitarfélagsins var leitað álits hjá ungmennaráði ásamt því að haldnir voru vinnufundir með sveitarstjórn, nefndum og helstu hagsmuna-aðilum. Þá var haldinn opinn íbúafundur þar sem íbúar sögðu álit sitt á þeim stefnu-drögum sem fyrir lágu. Stefnan var samþykkt í sveitarstjórn 11. desember 2024.
Litið var til áherslna stjórnvalda fram til 2030 um heilsueflingu og forvarnir. Þar er m.a. áhersla á fyrsta stigs forvarnir, að viðhalda og bæta heilbrigði íbúa og að koma í veg fyrir sjúkdóma eins og hægt er. Lögð er áhersla á þverfaglegt samstarf, til dæmis innan sviða og stofnana sveitarfélags. Einnig á samstarf annarra hagaðila eins heilsugæslu og félagasamtaka. Áhersla er lögð á mælingar á gæðum, öryggi, árangri, aðgengi, kostnaði og kostnaðar hagkvæmni. Almennt er lögð áhersla á að lýðheilsustarfið hafi jafnrétti og jöfnuð að leiðarljósi. Lýðheilsu- og forvarnastefna Bláskógabyggðar nýtir neðangreind gögn til að móta stefnu og aðgerðaáætlun og leggja mat á árangur við framkvæmd stefnunnar:
- Þingsályktun um lýðheilsustefnu til ársins 2030
- Aðalskipulag Bláskógabyggðar
- Árlega lýðheilsuvísa sem Embætti landlæknis gefur út
- Árlega þjónustukönnun Gallup
- Rannsóknir á heilsu og líðan barna og ungmenna
- Árlegan verkefnalista lýðheilsu- og forvarnamála
- Ársskýrslu lýðheilsu og forvarna
Verkefnið er unnið í samstarfi við Podium ehf.
Stefnuna er að finna hér.