Gjaldkeri hjá Bláskógabyggð

Fréttir 25.09.2025

Bláskógabyggð auglýsir 100% starf gjaldkera laust til umsóknar. Gjaldkeri starfar á fjármálasviði. Næsti yfirmaður er fjármálastjóri. Starfsstöð gjaldkera er á skrifstofu sveitarfélagsins í Aratungu í Reykholti. Við leitum að nákvæmum og talnaglöggum einstaklingi sem er tilbúinn að takast á við fjölbreytt verkefni.

Meginverkefni

  • Greiðsla reikninga
  • Ýmis reikningagerð
  • Afstemmingar
  • Skil virðisaukaskattskýrslu
  • Utanumhald um afgreiðslu styrkumsókna
  • Önnur störf á fjármálasviði

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Gerð er krafa um stúdentspróf eða sambærilegt nám sem nýtist í starfi eða mikla starfsreynslu á starfssviði
  • Reynsla af gjaldkerastörfum æskileg.
  • Þekking á bókhaldi.
  • Þekking á Navision fjárhagskerfi kostur.
  • Hæfni í að tileinka sér nýja þekkingu.
  • Góð almenn tölvukunnátta, þar á meðal á excel.
  • Nákvæmni í störfum.
  • Mjög góð samskiptahæfni.
  • Góð íslenskukunnátta.

Frekari upplýsingar um starfið:

Upplýsingar um starfið veitir Björgvin Guðmundsson, fjármálastjóri, bjorgvin@blaskogabyggd.is eða í síma 480 3000. Umsóknir skulu berast á www.alfred.is og rennur umsóknarfrestur út 6. október n.k.

Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Starfið hentar einstaklingum óháð kyni.