Heimgreiðslur

Fréttir 15.01.2026

 Bláskógabyggð vekur athygli á því að sveitarfélagið býður heimgreiðslur til foreldra og forráðamanna leikskólabarna á árinu 2026. Heimgreiðslurnar eru hugsaðar fyrir börn frá 12 mánaða aldri að 24 mánaða aldri sem eru ekki í leikskóla og fela í sér mánaðarlega greiðslu upp á 180.000 kr. þegar barn uppfyllir aldurskilyrði.

Greiðslur eru veittar í tíu og hálfan mánuð á ári, en ekki fyrir júlí og hálfan ágúst, og greiðast þær eftir á síðasta virka dag hvers mánaðar. Foreldrar geta sótt um heimgreiðslur sé leikskólapláss ekki nýtt.
Skilyrði eru m.a. að bæði barn og forráðamaður eigi lögheimili í Bláskógabyggð, og að engin önnur niðurgreiðsla frá sveitarfélaginu sé þegin vegna daggæslu barnsins. Umsókn skal senda á netfangið blaskogabyggd@blaskogabyggd.is, og hún þarf að berast fyrir 19. dag hvers mánaðar til að greiðslur taki gildi. Heimgreiðslur eru ekki afturvirkar.

Reglur um heimgreiðslur