Íbúafjöldi kominn yfir 1.500
Fréttir
12.05.2025
Á vef Þjóðskrár mátti í morgun sjá að íbúar í Bláskógabyggð teljast nú 1.501 og er það í fyrsta sinn sem íbúafjöldi sveitarfélagsins fer yfir 1.500. Margar íbúðir hafa verið byggðar í sveitarfélaginu síðustu misserin og fjölmargir sem hafa valið sér Bláskógabyggð sem búsetukost. Atvinnutækifærum fjölgar einnig jafnt og þétt. Á myndunum má sjá nánari upplýsingar um íbúasamsetningu og lista yfir algengustu nöfn íbúa.