Lagning ljósleiðara í Laugarás

Fréttir 11.12.2024

Bláskógabyggð hefur samið við Mílu ehf um lagningu ljósleiðara í Laugarás og tengingu nokkurra staðfanga í Reykholti og á Laugarvatni. Á haustmánuðum samdi sveitarfélagið við Fjarskiptasjóð um að ljúka lagningu ljósleiðara í Laugarás gegn styrk að fjáhæð 80.000 kr á hvert staðfang sem tengt yrði ljósleiðara. Styrkveiting Fjarskiptasjóðs tekur til lögheimila utan markaðssvæða í þéttbýli. Nú hefur náðst samkomulag við Mílu ehf um að félagið taki verkið að sér og að það verði unnið á árinu 2025. Ekki verður innheimt tengigjald fyrir styrkhæf staðföng, sem eru 56 talsins í heildarverkefninu, þar af 47 í Laugarási. Jafnframt tekur samningurinn til tengingar 9 staðfanga í Reykholti og á Laugarvatni, sem ekki hafa verið tengd. Bláskógabyggð greiðir Mílu ehf 7.600.000 vegna staðfanga í Laugarási, 560.000 vegna staðfanga í Reykholti og 160.000 vegna staðfanga á Laugarvatni. Styrkur frá Fjarskiptasjóði vegna tengingar staðfanga í Laugarási, Reykholti og á Laugarvatni gengur upp í framlag sveitarfélagsins, en það greiðir að auki 3.840.000 vegna Laugaráss.