Malbikunarframkvæmdir að hefjast Í Bláskógabyggð

Fréttir 25.09.2024

 

Á næstu dögum verður unnið að malbikunarframkvæmdum á Laugarvatni og í Reykholti.
Á Laugarvatni verður gatan Traustatún malbikuð og götubútur við Hverabraut þar sem nýtt hús Umhverfis- og tæknisviðs stendur. Auk þess verður malbikaður stígur meðfram Dalbraut. viðgerðir á malbiki í eldri götum mun einnig fara fram.
Í Reykholti munu göturnar Tungurimi og Borgarrimi verða lagðar malbiki. Auk minni háttar viðgerða á eldra malbiki.
Byrjað verður á þessum framkvæmdum á Laugarvatni. Í dag miðvikudag 25 september verða tæki flutt að Laugarvatni og má búast við að framkvæmdir þar verði í gangi fram yfir næstu helgi.
Búast má við að malbikunarframkvæmdir hefjist í Reykholti fyrripart næstu viku. Framkvæmdum verður að öllum líkindum lokið fyrir miðjan október.
Búast má við einhverjum töfum og truflunum af framkvæmdum þessum. En við vonumst til að óþægindi verði í lágmarki fyrir íbúa og aðra vegfarendur.

Ef eitthvað er óljóst hafið samband við Kristófer í síma 860-4440 eða á netfangið kristofer@blaskogabyggd.is