MATVÆLASJÓÐUR

Fréttir 07.02.2024

Matvælasjóður hefur opnað fyrir umsóknir frá og með 1. febrúar. Umsóknarfrestur er til miðnættis 29. febrúar 2024.

Matvælasjóður hefur það hlutverk að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu íslenskra matvæla og hliðarafurða þeirra úr landbúnaðar- og sjávarafurðum á landsvísu. Áhersla er á nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskra matvæla.

Sjóðurinn veitir styrki í fjórum flokkum:

  • Bára styrkir verkefni á hugmyndastigi og fleytir hugmynd yfir í verkefni.
  • Kelda styrkir rannsóknaverkefni sem miða að því að skapa nýja þekkingu.
  • Afurð styrkir verkefni sem komin eru af hugmyndastigi og leiða af sér afurð, sem er þó ekki tilbúin til markaðssetningar
  • Fjársjóður styrkir sókn á markaði og hjálpar fyrirtækjum að koma sínum verðmætum á framfæri.

Hægt er að senda inn fyrirspurnir á netfangið matvaelasjodur@mar.is varðandi upplýsingar eða aðstoð við umsóknir. Fyrirspurnin skal merkt í efnislínu með þeim flokki sem hún varðar (Bára, Kelda, Afurð eða Fjársjóður). Ef fyrirspurnin er almenns eðlis skal merkja hana „Almennt“ í efnislínu.

Til að sækja um þarf að fara í umsóknarvef matvælasjóð og setja inn rafræn skilríki.

Einnig viljum við benda á að byggðaþróunarfulltrúi Uppsveita Árnessýslu veitir aðstoð í umsóknum styrkja og er hægt að hafa samband við hann á póstfanginu lina@sveitir.is