Ráðning fjármálastjóra
Fréttir
23.07.2025
Í framhaldi af breytingum á skipuriti Bláskógabyggðar sem samþykktar voru 26. júní sl. var staða fjármálastjóra auglýst laus til umsóknar. Fimm umsóknir bárust um stöðuna og var ákveðið að ráða Björgvin Guðmundsson, viðskiptafræðing.
Björgvin hefur starfað sem verkefnastjóri hjá KPMG á Selfossi og í Reykjavík um árabil, þar sem helstu verkefni hans hafa snúið að reikningsskilum, ársreikningsgerð, fjárhagsáætlanagerð og annarri þjónustu við sveitarfélög.
Við bjóðum Björgvin velkominn til starfa.