Samningur við bjsv. Ingunni
Fréttir
10.10.2025
Undirritaður hefur verið nýr samstarfssamningur milli Bláskógabyggðar og Björgunarsveitarinnar Ingunnar sem gildir frá 2025-2027. Samingurinn tekur til rekstrarstyrks sveitarfélagsins til björgunarsveitarinnar, framlags til flugeldasýningar, námskeiðshalds og framlags til rekstur fasteignar björgunarsveitarinnar. Að auki mun björgunarsveitin áfram annast lagningu skíðagönguspors.
Á myndinni eru Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri, Magnús Bjarki Snæbjörnsson, formaður bjsv. Ingunnar og Helgi Kjartansson, oddviti.