Síðasti opnunardagur Reykholtslaugar

Fréttir 08.09.2025

Fimmtudagurinn 11. september er síðasti opnunardagur Reykholtslaugar áður en henni verður lokað vegna endurnýjunar á útisvæði.

Reykholtslaug var vígð í janúar 1976 eftir mikla og góða hvatningu til framkvæmdanna frá Ungmennafélagi Biskupstungana til sveitarstjórnar á árunum í kringum 1970. Á þessum tæpu 50 árum frá vígslu hefur sundlaugin þjónað íbúum og gestum sveitarfélagsins vel en mikil viðhaldsþörf var komin á sundlaugina og á allt útisvæðið. Framkvæmdin mun taka u.þ.b eitt ár og óhjákvæmilega mun það hafa áhrif á íbúa og gesti sundlaugarinnar en við bendum á að sundlaugin okkar á Laugarvatni er opin og hvetjum við alla til að nýta sér hana.

Á þessum tímamótum munu sveitarfélagið og Ungmennafélagið bjóða uppá kaffi, konfekt og ís á sundlaugarbakkanum frá kl 15-22 og frítt verður í sund þennan dag. Við hvetjum öll til að koma í Reykholtslaug og njóta laugarinnar og góða félagsskaparins sem verið hefur við lýði öll þessi ár frá opnun laugarinnar.